Um okkur
Hugmyndin á bak við Duvalay kom af illri nauðsyn og er einfaldlega einföld, notaleg yfirdýna.
Liz og Alan Colleran voru búin að fá nóg af svefnleysi og bak-verkjum í tengslum við ferðalögum á hjólhýsinu sínu eins og þær milljónir manna um heim allan sem nýta þann frábæra ferðamáta í fríunum sínum. Fullkomið ferðalag og aðstaða í kringum tómstundir þarf ekki endilega að vera með lélega svefnaðstöðu.
Velgengni drífur okkur áfram
Árið 2003, eftir áratuga óþægindi og óánægju með gæði og notagildi núverandi hjólhýsa-sængurfata, komu hjónin auga á frábæra hugmynd um nýstárlega lausn á yfirdýnu sem er samsett við sæng. Markmið Collerans var að hanna vandaða þrýstijöfnunardýnu sem myndi auka verulega svefngæði í hjólhýsinu sínu og bjóða upp á það sem þeim fannst sárlega vanta á markaðinn.
Vinnandi úr stofunni á heimili fjölskyldu þeirra, létu Liz og Alan draum sinn verða að veruleika; þar hófu þau víðtækt hönnunarferli, prófanir og aftur prófanir á fjölmörgum stílum og efni til að framleiða létta, færanlega þrýstijöfnunardýnu Duvalay.
Hraður vöxtur
Fyrirtæki blómstraði fljótt þar sem sem viðskiptavinir voru ánægðir frá fyrsta degi og mæltu með Duvalay, orðspor fyrirtækisins fór vaxandi ár frá ári. Eftirspurnin fór hratt vaxandi og þurfti Duvalay að flytja frá heimili Colleran fjölskyldunnar og opnuð var fyrsta verksmiðja félagsins í Dewsbury, Yorkshire. Þá var tækifærið notað og reynsla sem komin var á vöruna til að auka úrvalið. Upprunalega var Duvalay einungis þægilegar yfirdýnur en nú var farið að framleiða sérsniðnar dýnur í hjólhýsi, húsbíla, vörubíla og báta ásamt öðrum ferðadýnum í alls kyns tjöld og ferðavagna.
Dragons' Den og víðar
Duvalay sagan skaust svo á stjörnuhiminn Bretlandseyja árið 2011 þegar Liz og Alan foru með Duvalay svefnsettið í vinsælann sjónvarpsþátt, Dragons' Den. Þau náðu góðum árangri í þeim þætti sem leiddi til að vörumerki varð þekktara auk þess sem Hilary Devey, einn stofnanda þáttarins fjárfesti í Duvalay og lagði töluvert fjármagn í frekari framþróun fyrirtækisins.
Eftir Dragons' Den varð varð verksmiðjan fljótt of lítil og flutt var á núverandi stað í Gomersal. Þar er góð aðstaða þar sem hægt er að taka á móti viðskiptavinum í sýnargasal og sýna nýja spennandi framleiðslu-línu í hefðbundnum heilsurúmum fyrir heimli auk eldri ferðadýnu-línu. Þar er einnig rúmgott skrifstofuhúsnæði fyrir vaxandi fyrirtækið.
Samstarf við Swift Group og frekari vöxtur
Það kemur ekki á óvart að einn stærsi hjólhýsaframleiðandi Bretlands, Swift Group, hefur undirritað byltingarkenndan samning um að nýjar þægilegar Duvalite heilsudýnur munu vera í öllum betri hjólhýsum þeirra og húsbílum.
Mikill vöxtur er í útflutningi á þessari hágæðavöru og er Ísland nú ásamt mörgum öðrum löndum um heim allan að byrja að selja þessa frábæru vöru. Duvalay er stöðugt að feta sig í átt að ná markmiði sínu að verða nauðsyn fyrir svefn allra tómstundum og ferðalögum.
